Sunday, January 21, 2007

Jei

ég var eitthvað að laga til í síðunni um daginn, og tókst einhvern veginn að eyða helmingnum af templateinu út... En blessunarlega var hægt að laga það :)

Sunday, January 07, 2007

Tuesday, September 26, 2006

Ráðstefna um heilbrigðisþjónustu í fátækum löndum

Verður haldin á vegum ÞSSÍ á föstudaginn, 29. sept í Öskju, Náttúrufræðihúsi HÍ, sjá nánar hér og þessa auglýsingu



Þar munu m.a. læknanemar halda fyrirlestur um verkefni sem þau hafa unnið í Malaví.

Friday, June 30, 2006

Nokkrar myndir :)


Hressar á kantinu á leiðinni til London 3. júní 2006

Árdís og Vaka með kók í Kayole

Sigga og Vaka með stelpunum í apótekinu í Kayole (þær allar voðalega alvarlegar :)

Sigga að bólusetja 6 vikna barn með BCG sem er berklabóluefni (Korogocho)

Korogocho hverfið (slömm)

Börn í skóla við hliðina á stöðinni í Kayole, þótti voðalega gaman að láta taka mynd af sér og fá svo að sjá hana á myndavélinni

Við með Ben læknatækninum (clinical officer, sem er diplomanám) í Umoja.

Nýfætt barn á maternity wards í Korogocho

Sigga með lítið sætt barn í Mathare :)

James bílstjórinn okkar á nýja fína bílnum sínum (takið eftir áklæðinu á sætunum og armbandinu (sem við gáfum honum))

Jonah stofnandi og framkvæmdasjóri Provide International á nyoma choma staðnum þar sem við fengum grillaða geit sem bragðaðist furðuvel

Við fyrir framan grillið með lærin :) Vaka er með kenyan smile sem er stórt bros með opinn munn :D

Meira að segja fullorðna fólkið vildi láta taka mynd af sér með Mzungu :)

Myndir taka 2

Prófa að setja nýjan link inn á myndirnar:

http://www1.snapfish.com/share/p=417261151308722351/l=106440459/g=55537526/otsc=SYE/otsi=SALB


Vona að þetta virki eitthvað betur... Annars verðið þið að senda mér mail á vakayr[ hjá ]gmail.com og ég sendi ykkur mail til baka með invitation í albúmið.

Monday, June 26, 2006

Mzungu-heimur

Já, þá erum við allar afríkustelpurnar komnar í mzungu-heim, en Vaka samt enn í útlenskum heimi.
Við Sigga komum heim í gærdag eftir frábæra 3 daga á ströndinni í Mombasa. Þessi strandferð var í raun mjög langur og mög fyndinn brandari. Það var bókstaflega allt fyndið:
fólkið, tónlistin, diskótekin, dekkjaskórnir (no no those are much more expensinve, those are motorbikes), teygjubyssuviðskiptin, aparnir, beach police, bananakofinn, bílstjórinn, hommavinir okkar, indverski kallinn með hárkolluna, apaskíturinn í rúminu, allir kallarnir sem buðust til að senda foreldrum okkar nokkrar kýr ef við yrðum eftir hjá þeim, water-poloið, smotteríiskarlarnir sem voru helköttaðir - en voru samt bara smotteríiskarlar, apakötturinn sem fékk kókoshnetuna í hausinn og þýska skrítna fólkið sem fór þá að skæla, bocciað sem Sigga rústaði, samskiptanetið á hótelinu, hórkarlinn, fiskimaðurinn sem ætlaði að selja okkur nýveiddan fisk, kjúklingakrákurnar á flugvellinum, samtalið sem við áttum 48 sinnum á dag við mismunandi mýs og menn (so where are you from?.......), allir sem buðust til að hjálpa okkur að fresta fluginu okkar, allir sem buðust til að útvega okkur vinnu í Kenya eftir námið, allar e-mail adressurnar sem við erum komnar með og auðvitað sameiginlega púpan okkar.... :)

Þessi Kenyaferð okkar vinkvennanna er án efa eitt það allra skemmtilegasta sem ég hef gert, hún var í raun fullkomin, það fór ekkert úrskeiðis og allt gekk vel og svo var bara svo ógó gaman hjá okkur. Betri, fyndnari, fallegri og skemmtilegri ferðafélaga er hreinlega ekki hægt að hugsa sér - já, þær voru frbærar stelpurnar, þrátt fyrir að þær hafi látið mig vera hornkerlingu allan tímann...... ;)

Það er skrýtið til þess að hugsa að fyrir rétt tæpum mánuði að þá þekktum við Sigga, Vöku nánast ekki neitt, en nú finnst mér eins og við höfum þekkst alla tíð, enda smullum við allar 3 rosalega vel saman og vorum frábært teymi :)
Þrátt fyrir að við Sigga séum árinu eldri en Vaka þá var það svo að hún hugsaði fyrir okkur allar 3 í ferðinni:)
Hún passaði að við tækjum malaronið okkar daglega, að við bærum á okkur malaríuáburð þegar fór að dimma, hún kunni að opna hurðina að íbúðinni okkar, hún geymdi lykilinn, hún tók til nestið okkar, hún pantaði morgunmatinn og hún bjó til kaffið okkar - jamm Vaka var frábær:) og það var ótrúlega erfitt að kveðja hana þegar hún fór heim og við til Mombasa....

jæja, nú er nóg komið af tilfinningaseminni í bili held ég - því ég er töffari og segi ekki hvað sem er hvenær sem er.....

Sigga og Vaka: mig langar að þakka ykkur fyrir frábæra ferð - þið voruð fáránlega skemmtilegar og oftast bara nokkuð góðar við mig og hjálpuðuð mér mikið með orðaforðann - sh...t, sh...t, sh...t - common, þetta var inni í miðri setningu...... eða e-ð svona dót....

Treysti því að við verðum áfram hressar á kantinum í framtíðinni :)

KenyaKveðja Árdís hornkerling:)

Myndir


Jæja, thad tókst ekki ad setja inn myndir á fotki síduna, en ég gat sett thær inn a snapfish, en thar tharf madur ad skra sig til ad geta skodad myndirnar... En thad á samt ekki ad vera neitt mál. Svo myndathyrstir geta skrád sig til ad skoda, svo getur vel verid ad eg setji myndirnar inn á alveg opna sídu thegar ég kem heim og í mína eigin tolvu

Hér er linkurinn, vona ad thetta virki :)

http://www1.snapfish.com/photolibrary/t_=55537526


er ad skella inn lýsingum á myndunum úr safari-inu... er komid med hinum myndunum

Kær kvedja úr rigningunni í Danmark (ekkert tan fyrir mig :( )

Mwaka

Saturday, June 24, 2006

Komin i Mzungu-heiminn


(vid fyrir utan Nyama choma stadinn, starfsfolkid vildi lata taka myndir af ser med okkur :)

Jæja, tha er eg, Vaka, komin til Danmerkur eftir langt ferdalag og einn dag i London.

Sigga og Ardis foru til Mombasa strandarinnar a midvikudag og gistu i bananakofum og hofdu thad mjog gott eftir tvi sem eg best veit. I dag, laugardag, fljuga thaer til Nairobi og sidan taka thaer naeturflugid til London og koma til Islands a sunnudag.

Thad er halfskrytid ad vera komin i "hvitt" land og falla inn i fjoldann, reyndar tok eg eftir ad folk horfdi adeins a mig út af fléttunum :)

Eg er buin ad fa mer salat og skola tannburstann med kranavatni, en thad var a bannlistanum i Kenya. Keypti meira ad segja lika vatnsmelonu sem eg aetla ad gaeda mer a eftir.

Er svo ad skella inn nokkrum myndum a myndasiduna, svona ef einhver hefur enn ahuga.

Kærlig hilsen,
Vaka

Wednesday, June 21, 2006

Komnar ur Safari - sidasti dagurinn i Nairobi

nu erum vid stollur komnar ur safari. Vid forum i Maasai Mara og Lake Nakuru og saum nanast oll dyr sem haegt var ad sja. Vid vorum med mjog skemmtilegu folki i ferdinni, donsku pari fra Aarhus, stelpan er meira segja laeknanemi eins og vid, 67 ara konu sem byr a Hawaii og svo annarri danskri stelpu. Vid gistum i tjoldum innan um dyrin med Masaii karla ad vakta okkur a nottinni og forum i Masai thorp (eg man ekki alveg hvernig Masaii er stafad). Vaka og Ardis skiptu a peysunum sinum og masaii skikkjum vid tvo menn, their foru bara ut theim og toku gladir vid kvenmanns flispeysu ur GAP og hvitum gongusidermabol med einhverju logo a :)

Nuna erum vid ad fara nidur i bae ad ganga fra sidustu hlutunum, Sigga og Ardis fljuga svo til Mombasa a strondina um 7 leytid og Vaka fer til London um midnaetti og svo thadan beint til Aarhus.

Vid tokum fullt fullt af myndum en hofum tvi midur ekki tima til ad setja thaer inn nuna en vid aetlum ad skrifa goda ferdasogu ur Safari-inu og um klinikkurnar thegar vid komum heim og eins ad setja inn myndir.

Vid viljum thakka ollum sem studdu okkur i thessa ferd og theim sem hafa fylgst med blogginu :) Thetta hefur verid algjort aevintyri og ogleymanleg fer :)

Asante sana (takk mikid)

Kwa heri (bless)


Vaka, Sigga og Ardis :)

Saturday, June 17, 2006

hei ho jibbi jei!

jaeja, tha er kominn 17, juni - TIL HAMINGJU!!
Nu erum vid ad bida eftir thvi ad leggja af stad i safari-id, forum bara eftir nokkrar minutur og komum aftur a tridjudag.
Erum ad fara ad leggja upp i 5 tima akstur en med sma stoppum samt:)

hafid tad gott i dag og alla daga :)

17. juni kvedjur, Ardis, Sigga og Vaka